Upplýsingar frá öðrum aðilum
Hér má nálgast upplýsingar um svefnvanda og meðferðir við honum frá aðilum á Íslandi. Annars vegar er hægt að leita sér fleiri upplýsinga um svefnheilsu og hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem hyggjast bæta svefninn með HAM-S. Hins vegar eru hér vísanir í úrræði til að trappa sig út úr svefnlyfjanotkun. Að lokum er hér annað áhugavert efni frá ýmsum aðilum um þessi málefni.
>> Úrræði tengd HAM-S:
> Samstarfsverkefni

Samstarfsverkefni Betri svefns, Heilbrigðisstofnunar Höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Um er að ræða vefmeðferð Betri svefns sem er 6 vikna meðferð við svefnleysi, ásamt 6 vikna eftirfylgd. Ræddu við heilsugæsluna þína um hvort hægt er að fá tilvísun í þessa meðferð.
>>Aðstoð við að hætta að nota svefnlyf (niðurtröppun) :
> Heilsugæslan

Hægt er að fá aðstoð við niðurtröppun hjá þínum lækni. Ef lyfjafræðingur starfar á heilsugæslustöðinni getur hann einnig veitt slíka aðstoð. Hins vegar eru lyfjafræðingar ekki starfandi á öllum heilsugæslustöðvum, þannig að fyrirkomulagið getur verið mismunandi eftir staðsetningu. Talaðu við heilsugæsluna þína um aðstoð.
> Prescriby

Prescriby Móttakan býður upp á
persónusniðna niðurtröppunarþjónustu fyrir fólk á öllum aldri frá öllum
landshlutum. Þau búa yfir reynslumiklum klínískum lyfjafræðingum og lækni sem
sérhæfa sig í niðurtröppunum lyfja. Þú getur fengið tilvísun á móttökuna frá
heilsugæslu, spítala, apótekum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki.