Sofðu vel án
Svefnlyfja

  • Hefur þú áhuga á að fræðast um það sem svefnsérfræðingar mæla með til að öðlast góðan nætursvefn?
  • Skortir þig þekkingu á því hvernig svefnlyf geta haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu þína?
  • Vekur hugmyndin um að hætta á svefnlyfjum þér kvíða?

Þá er Sofðuvel fyrir þig!

>> Sofðu vel án svefnlyfja

Við höfum þýtt tvo bæklinga með mikilvægum upplýsingum um svefnlyf og betri leiðir til að ná góðum svefni. Slíkir bæklingar hafa hjálpað eldri einstaklingum víðsvegar í Kanada að bæta svefn sinn án þess að þurfa að nota svefnlyf. Þegar bæklingarnir voru sendir í pósti í Kanada til eldri borgara sem notuðu svefnlyf, voru 46% sem annað hvort hættu alveg að minnkuðu verulega notkun svefnlyfja.

Við hvetjum þig til að ná í ókeypis eintök af bæklingunum sem fást í apótekum, á heilsugæslustöðvum um allt land og jafnvel hjá fleiri aðilum í heilbrigðiskerfinu.  

book cover_工作區域 1

Byrjaðu á því að kanna þekkingu þína – Hvað veistu um svefnlyf? – í bæklingnum sem heitir  Hvernig má hætta á svefnlyfjum. Við hvetjum þig til að gera athugasemdir beint í bæklinginn á meðan þú lest hann.

lesa
book cover-02

Gerðu síðan það sama við bæklinginn sem heitir Að endurheimta gæðasvefnByrjaðu á að kanna þekkingu þína þar. Þar eru gagnlegar síður sem þú þarft til að skrá upplýsingar um svefninn. Þú gætir haft gagn af því að fara yfir upplýsingarnar oftar en einu sinni.

lesa

Við hvetjum þig til að ná í ókeypis eintök af bæklingunum sem fást í apótekum, á heilsugæslustöðvum um allt land og jafnvel hjá fleiri aðilum í heilbrigðiskerfinu.  

Ef þú hefur enn þá spurningar um svefninn þinn og svefnlyf eftir að hafa lesið báða bæklingana, eða vilt gera breytingar hjá þér (til dæmis minnka eða hætta alveg notkun svefnlyfja), mælum við með að þú hafir samband við heilbrigðisstarfsmann (t.d. lækni, lyfjafræðing, hjúkrunarfræðing eða sálfræðing). 

Hér á síðunni getur þú nálgast ýmsan fróðleik varðandi svefn og svefnlyf.

dal-logo-horizontal-colour
Lyf án skaða_logoBlatt
leb logo-04-04
Merki-HÍ