Um Sofðuvel

Sofðuvel er átak til vitundarvakningar um svefn og svefnlyf sem þróað var af Önnu Birnu Almarsdóttur prófessor við Kaupmannahafnarháskóla í nánu samstarfi við Landssamband eldri borgara (LEB) ásamt fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Senior man with white beard napping on sofa with book on his belly

Markmið átaksins Sofðuvel er að tryggja að þú hafir vitneskju um öruggar langtíma lausnir við svefnvanda og þurfir ekki að nota svefnlyf til að sofa. Sofðuvel á einnig að stuðla að því að þú getir spurt spurninga um svefnlyf í heilbrigðisþjónustunni.

Upplýsingarnar sem Sofðuvel byggir á voru þróaðar í Kanada af sérfræðingum Dalhousie University í Halifax og hafa verið notaðar í átaki þar í landi sem nefnist Sleepwell.

Allar upplýsingar og ráðleggingar Sofðuvel eru byggðar á gagnreyndri þekkingu um svefnvandamál og svefnlyf sem Sleepwell-átakið hefur notað með góðum árangri í Kanada. Sumar aðferðir sem ráðlagðar eru af Sofðuvel kosta ekkert, meðan aðrar eru veittar gegn greiðslu. Aðstandendur átaksins hafa engin fjárhagsleg tengsl við þær úrlausnir sem lagðar eru til í Sofðuvel-efninu.

Höfundar Sleepwell-átaksins í Kanada eru prófessorarnir David Gardner og Andrea Murphy við Dalhousie-háskólann í Halifax. Þegar þau þróuðu og endurbættu efnið ráðfærðu þau sig reglulega við svefnsérfræðinga, sálfræðinga, geðlækna,

heimilislækna, lyfjafræðinga og fólk sem glímdi við svefnvanda.

It's good to wake up full of energy

Fyrirvari

Sofðuvel og allt fræðsluefni átaksins er EKKI ætlað til að greina svefnvandamál og fræðsluefnið kemur ekki í staðinn fyrir umönnun og ráðleggingar heilbrigðisstarfsmanna vegna svefnvandamála eða vegna annars heilsufarsvanda.

Ræddu við heilbrigðisstarfsmann ef þú hefur spurningar eða áhyggjur vegna svefnvanda og hvernig taka má á honum.

dal-logo-horizontal-colour
Lyf án skaða_logoBlatt
leb logo-04-04
Merki-HÍ