Algengar Spurningar

>> Hve mikil er notkun svefnlyfja á Íslandi í samanburði við önnur lönd ?

icon-05

Notkun bensódíazepína og skyldra lyfja sem notuð eru við svefnvanda á Norðurlöndunum árið 2020 í skilgreindum dagsskömmtum á 1000 íbúa á dag (gögn fengið úr grein eftir Hojgaard o.fl. 2022)

Bensódíazepínskyld lyf eru oft kölluð z-lyf (þekkt undir vöruheitunum Stilnoct®, Imovane® og Imomed®)

截圖 2025-02-28 下午3.56.04

Fjöldi einstaklinga sem notaði z-lyf á hverja 1000 íbúa á Íslandi og Danmörku árin 2020 til 2024 (fengið úr Talnabrunni Embættis Landlæknis og Sundhedsdatastyrelsen)

Notkunin lækkaði um 13% á Íslandi og 18% í Danmörku milli áranna 2020 og 2023 (tölur fengust ekki fyrir Danmörku árið 2024)

截圖 2025-02-28 下午4.01.38

Notkun z-lyfja (þekkt undir vöruheitunum Stilnoct®, Imovane® og Imomed®) árið 2024

Hlutfall innan aldurshóps sem notaði lyfin (gögn fengið úr Talnabrunni Embættis Landlæknis)

>> Hverjum er ráðlagt að prófa hugræna atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S)?

Allir sem glíma við svefnvanda geta haft gagn af HAM-S, allt frá unglingum og upp í roskið fólk. Þetta á einnig við um fólk sem glímir við önnur heilsufarsvandamál, eins og þunglyndi, sykursýki, hjartasjúkdóma eða langvinna verki.

>> Þarf ég að nota allar svefnbætandi aðferðir HAM-S til að það virki?

Nei. Margir njóta góðs af því að læra eina eða tvær aðferðir og þurfa ekki fleiri til að vinna bug á svefnvandanum. Oft batnar svefninn innan tveggja vikna frá því að hafist er handa með HAM-S.

>> Hvenær ætti ég að byrja á HAM-S ef ég er að hætta á svefnlyfjum?

Það er alfarið undir þér komið. Þú getur byrjað á HAM-S áður en þú hættir á svefnlyfjum, á meðan þú ert að draga úr notkun þeirra eða eftir að þú hefur hætt. Það getur tekið lengri tíma að draga úr notkun svefnlyfja og hætta þeim alveg, en að ljúka HAM-S meðferð.

>> Ég sef ágætlega á svefnlyfjum. Af hverju ætti ég að hætta á þeim?

Langar þig að sofa vel án þess að reiða þig á lyf? Ólíkt HAM-S laga svefnlyf ekki undirliggjandi orsakir svefnvandans. Áhætta sem fylgir svefnlyfjum eykst með aldri og aukaverkanir geta verið ófyrirsjáanlegar og jafnvel alvarlegar, svo sem vitræn skerðing, mjaðmabrot og bílslys. Kannski er kominn tími til að endurskoða hvernig þú nærð heilbrigðum og endurnærandi svefni.